Telja friðlýsingu yfir landshluta fráleita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Frá flúðasiglingum í Hvítá í Árnessýslu. Fréttablaðið/Vilhelm Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira