Randafluga mjólkar mest allra íslenskra kúa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 19:45 Hún er með fjóra spena, er bröndótt, étur mikið og mjólkar allra kúa mest en heitir samt Randafluga þó hún geti ekki flogið. Hér eru við að tala um afurðahæstu kúna á landinu síðasta ár, sem mjólkaði um fjórtán þúsund kíló af hágæða mjólk. Randafluga býr í fjósinu í Birtingaholti fjögur í Hrunamannahreppi. Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel. Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga? „Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.Randafluga er sjö ára gömul og hefur átt fjóra kálfa, sá fimmti mun koma í heiminn á næstu dögum.Magnús HlynurFjóla reyndi að gefa Randalínu kjarnfóður úr lófum sínum en hún vildi ekki sjá það, enda er hún að undirbúa sig fyrir burð því hún á von á fimmta kálfinum sínum næstu daga. Fjóla liggur á bæn um að það verði kvíga. Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga. „Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla. Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hún er með fjóra spena, er bröndótt, étur mikið og mjólkar allra kúa mest en heitir samt Randafluga þó hún geti ekki flogið. Hér eru við að tala um afurðahæstu kúna á landinu síðasta ár, sem mjólkaði um fjórtán þúsund kíló af hágæða mjólk. Randafluga býr í fjósinu í Birtingaholti fjögur í Hrunamannahreppi. Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel. Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga? „Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.Randafluga er sjö ára gömul og hefur átt fjóra kálfa, sá fimmti mun koma í heiminn á næstu dögum.Magnús HlynurFjóla reyndi að gefa Randalínu kjarnfóður úr lófum sínum en hún vildi ekki sjá það, enda er hún að undirbúa sig fyrir burð því hún á von á fimmta kálfinum sínum næstu daga. Fjóla liggur á bæn um að það verði kvíga. Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga. „Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla.
Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum