JóiPé og Króli með mest spilaða lag og mest seldu plötu ársins 2018 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. janúar 2019 16:15 Tónlist JóaPé og Króla var vinsæl á árinu, líkt og á síðasta ári. Á toppi Tónlistans fyrir allt árið 2018 trónir platan Afsakið hlé með JóaPé og Króla, og á toppi Lagalistans fyrir sama ár er lagið Í átt að tunglinu með þeim félögum. Í öðru sæti Tónlistans, sem sýnir mest seldu plötur ársins, er samnefnd fyrsta plata Flona, sem kom reyndar út í desember 2017. Í þriðja sætinu er fyrsta plata JóaPé og Króla, Gerviglingur, sem kom einnig út árið 2017. Einnar nætur platan þeirra 22:40-08:16 rataði líka inn á listann, í 34. sæti. Í öðru sæti Lagalistans, sem er samantekt á mest spiluðu lögum ársins, er lagið One Kiss með breska tónlistarfólkinu Calvin Harris og Dua Lipa og í því þriðja er lagið Aldrei heim með Aroni Can, en það er fyrsta smáskífan af plötu hans Trúpíter sem kom út í maí síðastliðnum. Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Vefverslun Alda Music, Lucky Records og Heimkaupa. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hér má sjá Tónlistann 2018 í heild sinni, en Lagalistann má finna neðar í greininni. Ást Íslendinga á Ed Sheeran skín í gegn á listunum, því að þó lítið hafi komið út frá kappanum á liðnu ári er lagið Perfect í fjórtánda sæti Lagalistans, Shape of You í 32. sæti og What Do I Know? í því 66., en þau eru öll af plötu hans ÷ frá 2017. Þar að auki eru þrjár plötur hans á Tónlistanum, ÷ í tíunda, x í 59., og + í 87. sæti. Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Hetjan úr hverfinu á árinu og plötuna KÓPBOI í lok ársins 2017, sú fyrrnefnda endaði í þrettánda sæti Tónlistans en sú síðari í því sjötta. Þar að auki er plata hans Flottur skrákur í 66. sæti, og hann á heil fjögur lög á Lagalistanum. Vert er að minnast að lögin í áttunda og níunda sæti Lagalistans höfðu bæði komið út áður, en útgáfurnar sem komast á lista eru endurgerðir þar sem Cardi B hefur bæst í hópinn. Annað lagið með Bruno Mars en hitt með Maroon 5. Cardi B á svo líka lagið I Like It í nítjánda sæti listans, og plata hennar Invasion of Privacy er í 25. sæti Tónlistans. Athygli vekur að tvær íslenskar sveitir sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu, ClubDub og Séra Bjössi, eru ofarlega á lista. Juice Menu, Vol. 1 eftir þá fyrrnefndu er í áttunda sæti Tónlistans en plata Séra Bjössa, Gamla Testamentið, í því átjánda. Koma Guns N’ Roses hlýtur að hafa haft áhrif á það að Appetite for Destruction er í 42. sæti Tónlistans. Vert er að minnast á það að myndband við lag sömu sveitar, November Rain, varð í ár það langelsta til að ná milljarði áhorfa á YouTube. Umrædd plata sveitarinnar er frá árinu 1985 en er þó ekki elsta platan á listanum, en tónlistin úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, sem er í 36. sæti, kom fyrst út á plötu árið 1967. Lagalistinn er eins og Tónlistinn unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á eftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100. Auk þess er tekið mið af spilun á Spotify. Hér má sjá Lagalistann 2018 í heild sinni. Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á toppi Tónlistans fyrir allt árið 2018 trónir platan Afsakið hlé með JóaPé og Króla, og á toppi Lagalistans fyrir sama ár er lagið Í átt að tunglinu með þeim félögum. Í öðru sæti Tónlistans, sem sýnir mest seldu plötur ársins, er samnefnd fyrsta plata Flona, sem kom reyndar út í desember 2017. Í þriðja sætinu er fyrsta plata JóaPé og Króla, Gerviglingur, sem kom einnig út árið 2017. Einnar nætur platan þeirra 22:40-08:16 rataði líka inn á listann, í 34. sæti. Í öðru sæti Lagalistans, sem er samantekt á mest spiluðu lögum ársins, er lagið One Kiss með breska tónlistarfólkinu Calvin Harris og Dua Lipa og í því þriðja er lagið Aldrei heim með Aroni Can, en það er fyrsta smáskífan af plötu hans Trúpíter sem kom út í maí síðastliðnum. Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Vefverslun Alda Music, Lucky Records og Heimkaupa. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hér má sjá Tónlistann 2018 í heild sinni, en Lagalistann má finna neðar í greininni. Ást Íslendinga á Ed Sheeran skín í gegn á listunum, því að þó lítið hafi komið út frá kappanum á liðnu ári er lagið Perfect í fjórtánda sæti Lagalistans, Shape of You í 32. sæti og What Do I Know? í því 66., en þau eru öll af plötu hans ÷ frá 2017. Þar að auki eru þrjár plötur hans á Tónlistanum, ÷ í tíunda, x í 59., og + í 87. sæti. Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Hetjan úr hverfinu á árinu og plötuna KÓPBOI í lok ársins 2017, sú fyrrnefnda endaði í þrettánda sæti Tónlistans en sú síðari í því sjötta. Þar að auki er plata hans Flottur skrákur í 66. sæti, og hann á heil fjögur lög á Lagalistanum. Vert er að minnast að lögin í áttunda og níunda sæti Lagalistans höfðu bæði komið út áður, en útgáfurnar sem komast á lista eru endurgerðir þar sem Cardi B hefur bæst í hópinn. Annað lagið með Bruno Mars en hitt með Maroon 5. Cardi B á svo líka lagið I Like It í nítjánda sæti listans, og plata hennar Invasion of Privacy er í 25. sæti Tónlistans. Athygli vekur að tvær íslenskar sveitir sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu, ClubDub og Séra Bjössi, eru ofarlega á lista. Juice Menu, Vol. 1 eftir þá fyrrnefndu er í áttunda sæti Tónlistans en plata Séra Bjössa, Gamla Testamentið, í því átjánda. Koma Guns N’ Roses hlýtur að hafa haft áhrif á það að Appetite for Destruction er í 42. sæti Tónlistans. Vert er að minnast á það að myndband við lag sömu sveitar, November Rain, varð í ár það langelsta til að ná milljarði áhorfa á YouTube. Umrædd plata sveitarinnar er frá árinu 1985 en er þó ekki elsta platan á listanum, en tónlistin úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, sem er í 36. sæti, kom fyrst út á plötu árið 1967. Lagalistinn er eins og Tónlistinn unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á eftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100. Auk þess er tekið mið af spilun á Spotify. Hér má sjá Lagalistann 2018 í heild sinni.
Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira