Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 09:36 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51