Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:17 Það verður kalt en bjart sunnan heiða í dag. vísir/Vilhelm Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira