Tæpar 120 milljónir króna til að bólusetja börn í Malaví Heimsljós kynnir 15. janúar 2019 15:00 Gavi/2011/Tormod Simensen Hundruð þúsunda barna í Malaví verða bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að veita GAVI samtökunum, alþjóðasamtökum um bólusetningar barna, tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á næstu þremur árum, að því er segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá GAVI og utanríkisráðuneytinu. „Ég er ánægður að við getum stutt GAVI samtökin sem hafa með starfi sínu stórlega dregið úr barnadauða í fátækustu ríkjum heims, þar á meðal í Malaví,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samningurinn við GAVI samræmist áherslum í þróunarsamstarfi Íslands í Malaví undanfarna þrjá áratugi. Það hefur meðal annars miðað sérstaklega að því að draga bæði úr mæðra- og barnadauða og á sinn þátt í því að Malaví meðal þeirra Afríkuríkja þar sem einna hraðast hefur tekist að draga úr ungbarnadauða,“ segir utanríkisráðherra. „Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til íslensku ríkistjórnarinnar og þjóðarinnar allrar fyrir framlagið,“ segir Dr. Seth Berkley framkvæmdastjóri GAVI. „Í Malaví hafa orðið ótrúlegar framfarir á síðustu átján árum með stuðningi GAVI. Núna fá níu af hverjum tíu börnum í landinu grunnbólusetningu. Fjárstuðningurinn frá Íslandi verður kærkominn til þess að ná tíunda barninu, en einnig erum við að bæta aðgengi fólks að nýjum bóluefnum, gegn banvænum kvensjúkdómum eins leghálskrabbameini, en einnig lungnabólgu og niðurgangspestum.“ GAVI hyggst nýta framlag Íslands í þágu barna í Malaví þar sem grunnbólusetningar hafa aukið úr 64% árið 2004 upp í 88% á nýliðinu ári. Á sama tíma hefur orðið þreföld fækkun dauðsfalla barna yngri en fimm ára, úr 146 í 55 miðað við þúsund börn. Nú þegar eru börn í Malaví bólusett gegn tíu banvænum sjúkdómum: mislingum, mænusótt, leghálskrabbameini, rótaveiru, pneumokokka sjúkdómum, barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólga B, Haemophilus inflúensu af tegund B. Frá stofnun GAVI samtakanna árið 2000 hafa þau staðið að bólusetningu á rúmlega 700 milljónum barna og bjargað að minnsta kosti 10 milljónum mannslífa. Samtökin starfa í 68 fátækustu ríkjum heims og verja börn gegn mannskæðustu barnasjúkdómunum.Myndband með viðtali við Tormod Simensen framkvæmdastjóra Gavi sem tekið var í heimsókn hans til Íslands síðastliðið haust.Vefur GAVIÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent
Hundruð þúsunda barna í Malaví verða bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að veita GAVI samtökunum, alþjóðasamtökum um bólusetningar barna, tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á næstu þremur árum, að því er segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá GAVI og utanríkisráðuneytinu. „Ég er ánægður að við getum stutt GAVI samtökin sem hafa með starfi sínu stórlega dregið úr barnadauða í fátækustu ríkjum heims, þar á meðal í Malaví,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samningurinn við GAVI samræmist áherslum í þróunarsamstarfi Íslands í Malaví undanfarna þrjá áratugi. Það hefur meðal annars miðað sérstaklega að því að draga bæði úr mæðra- og barnadauða og á sinn þátt í því að Malaví meðal þeirra Afríkuríkja þar sem einna hraðast hefur tekist að draga úr ungbarnadauða,“ segir utanríkisráðherra. „Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til íslensku ríkistjórnarinnar og þjóðarinnar allrar fyrir framlagið,“ segir Dr. Seth Berkley framkvæmdastjóri GAVI. „Í Malaví hafa orðið ótrúlegar framfarir á síðustu átján árum með stuðningi GAVI. Núna fá níu af hverjum tíu börnum í landinu grunnbólusetningu. Fjárstuðningurinn frá Íslandi verður kærkominn til þess að ná tíunda barninu, en einnig erum við að bæta aðgengi fólks að nýjum bóluefnum, gegn banvænum kvensjúkdómum eins leghálskrabbameini, en einnig lungnabólgu og niðurgangspestum.“ GAVI hyggst nýta framlag Íslands í þágu barna í Malaví þar sem grunnbólusetningar hafa aukið úr 64% árið 2004 upp í 88% á nýliðinu ári. Á sama tíma hefur orðið þreföld fækkun dauðsfalla barna yngri en fimm ára, úr 146 í 55 miðað við þúsund börn. Nú þegar eru börn í Malaví bólusett gegn tíu banvænum sjúkdómum: mislingum, mænusótt, leghálskrabbameini, rótaveiru, pneumokokka sjúkdómum, barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólga B, Haemophilus inflúensu af tegund B. Frá stofnun GAVI samtakanna árið 2000 hafa þau staðið að bólusetningu á rúmlega 700 milljónum barna og bjargað að minnsta kosti 10 milljónum mannslífa. Samtökin starfa í 68 fátækustu ríkjum heims og verja börn gegn mannskæðustu barnasjúkdómunum.Myndband með viðtali við Tormod Simensen framkvæmdastjóra Gavi sem tekið var í heimsókn hans til Íslands síðastliðið haust.Vefur GAVIÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent