Framkvæmdastjóri SA segir viðræður ganga vel við félög sem ekki vísuðu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2019 13:13 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15
VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45