Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 07:35 Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45