Vill grein Gísla um gyðinga út af Vísindavefnum Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2019 10:00 Gísli Gunnarsson emeritus segir bannað tala óvirðulega um rabbína. getty/einkasafn Eindregin tilmæli hafa verið send til ritstjórnar Vísindavefsins þess efnis að grein sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“ verði tekin niður. Höfundur greinarinnar, Gísli Gunnarsson prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ, furðar sig mjög á þessu og telur kröfuna óboðlega með öllu. Gísli segir engan rökstuðning fylgja og að um ítrekaða kröfugerð sé að ræða. Það komi fram í bréfinu sem ritstjóri Vísindavefsins áframsendi á Gísla. Þar segir að greinin sé „ófullnægjandi“ og sýni; „því miður, bæði fáfræði og fordóma. Vísindavefnum ber að eyða henni og setja betri í stað.“Hinn áttræði emerítus lætur sér hvergi bregða Undir krauma flókin álitaefni en Gísli útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að það sé ekki til siðs meðal gyðinga í dag, jafnvel þó þeir séu guðlausir, að tala óvirðulega um rabbína. Þar virðist hnífurinn meðal annars standa í kúnni.Gísli lætur sér hvergi bregða og hefur engan hug á því að taka greinina niður.einkasafnÞað er jafnvel verra en fyrir kaþólska að heyra talað illa um klerka kaþólsku kirkjunnar. Það að tala illa um rabbína fer afar illa í gyðinga, því þeir eru táknmynd gyðingdómsins.“ Gísli, sem er að verða áttræður, lætur sér hvergi bregða. Hann segir að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum gera lítið úr nútíma hebreskri guðfræði. Gísli heldur því auk þess fram að rabbínarnir hafi gjarnan viljað einangrað gyðingana frá öðrum. Meira að segja hafi þeir upphaflega tekið gettóunum vel sem þeir einangrunarsinnar sem þeir voru; töldu gott að óverðugir kæmust ekki of nærri hreintrúuðum. En, þeir féllu vitaskuld frá þeirri skoðun þegar þeir sáu í hvað stefndi.Aðeins innvígðir mega tala um sögu gyðinga „Gyðingar eru ákaflega viðkvæmir. Af eðlilegum ástæðum kannski. En, hin minnsta og meinlausasta vörn fyrir Palestínumenn er umsvifalaust túlkuð sem gyðingahatur,“ segir Gísli. Hann segir það sama gilda um allt óvirðulegt tal um rabbína. Og, að svo virðist sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema tilheyra sjálfur gyðingdómnum. Vera innvígður og innmúraður.Gísli segir að svo virðst sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema vera úr gyðingdómi sjálfur.gettySú sem krefst þess að greinin sé tekin niður heitir Merill Kaplan og er aðstoðarprófessor við deild Ohio Univeristy í germönskum og norrænun fræðum. Gísli segist hafa kynnt sér Kaplan lítilega, hann telji, þó hann vilji ekki fullyrða þar um að konan sé gyðingur. Nafnið bendi til þess. „En hún kann íslensku og vann á Árnastofnun í nokkur ár. Nær öll akademísk ritstörf hennar fjalla um fornan sið. En, ég furða mig á því að hún skuli halda, eftir kynni sín á Íslandi, að rökstuðningslaus beiðni hafi áhrif,“ segir Gísli. En, meðal vina Kaplan á Facebook eru meðal annarra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Örnólfur Thorsson forsetaritari.Ritstjóri segir þetta skrítna kröfu Vísir ræddi við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra Vísindavefsins, um þessa beiðni sem barst í vikunni. Hann segir að oft berist réttmætar ábendingar um staðreyndavillur á Vísindavefnum og þær séu þá lagfærðar eftir atvikum en ávallt að höfðu samráði við höfunda greinanna. En, ritstjórnin hlutist ekki til um atriði sem eru túlkun undirorpin. Því hafi þessi tilmæli verið send áfram á Gísla. Og þar stendur málið.Jón Gunnar, ritstjóri Vísindavefsins, telur um afar sérkennilega kröfu að ræða.fbl/brink„Gísli hefur ekki séð sérstaka ástæðu til að bregðast við, beiðnin var að fjarlæga svarið, það finnst mér skrítin beiðni verð ég að segja. Og slíkt myndi ég ekki samþykkja,“ segir Jón Gunnar. Hann segir þá stöðu hæglega geta komið upp að menn hafi ólíkar skoðanir á einhverju. En ef ekki er hægt með góðu móti að benda á að farið sé rangt með þá snúi það að ábyrgð höfunda greinanna. „Að taka niður efni finnst mér ritskoðun og harkalegt,“ segir Jón Gunnar.Gyðingar sætta sig ekki við hatursfullt rugl Gísli fitjaði uppá þessu máli á Facebook-síðu sinni í vikunni og þar hafa geisað heitar umræður. Meðal þeirra sem ræðir málið á Facebook-síðu Gísla er dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Danmörku. Hann segist telja að ástæða kvörtunar Kaplans hljóti að vera sú sama og hans, eftir að hann lauk lestri greinarinnar:Vilhjálmur Örn er líkt og Kaplan afar ósáttur við grein Gísla.„Gyðingar sætta sig ekki lengur við hatursfullt rugl um "útvalda þjóð". 6 milljónir gyðinga voru myrtar, hæddar fyrir að vera Guðs útvalda þjóð sem þó lét leiða sig til slátrunar.“Meintir gyðingahatarar á kreiki Vilhjálmur er harður í horn að taka: „Þvílíkir fordómar. Hugtakið Am haNivchar hafa kristnir antísemítar sem og nasistar og vinstri menn allir leikið sér að að misskilja, hver á sinn ógeðfellda hátt. Óþverrahættinum verður að ljúka, og þú Gísli ert enginn spámaður í gyðinglegum fræðum eða sögu. Sýndu að þú hafi þann mann til að bera að biðjast afsökunar á mistökum þínum,“ segir Vilhjálmur Örn og hvetur Gísla til að leita nánari skýringa hjá Kaplan og bæta þeim við greinina, svo hún teljist ekki lengur móðgandi. „Það væri besta lendingin. Skömm sé þeim sem hér hafa sungið í kór og sem eru gyðingahatarar. Það efast ég um að Gísli sé. Ég er nærri því viss um það. Ef þú trúir því ekki að Ashkenazim séu nógu góðir gyðingar, kynntu þér niðurstöður rannsókna á DNA þeirra eftir 2010. Þú verður að „up-data“ grein þína.“ Trúmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Eindregin tilmæli hafa verið send til ritstjórnar Vísindavefsins þess efnis að grein sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“ verði tekin niður. Höfundur greinarinnar, Gísli Gunnarsson prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ, furðar sig mjög á þessu og telur kröfuna óboðlega með öllu. Gísli segir engan rökstuðning fylgja og að um ítrekaða kröfugerð sé að ræða. Það komi fram í bréfinu sem ritstjóri Vísindavefsins áframsendi á Gísla. Þar segir að greinin sé „ófullnægjandi“ og sýni; „því miður, bæði fáfræði og fordóma. Vísindavefnum ber að eyða henni og setja betri í stað.“Hinn áttræði emerítus lætur sér hvergi bregða Undir krauma flókin álitaefni en Gísli útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að það sé ekki til siðs meðal gyðinga í dag, jafnvel þó þeir séu guðlausir, að tala óvirðulega um rabbína. Þar virðist hnífurinn meðal annars standa í kúnni.Gísli lætur sér hvergi bregða og hefur engan hug á því að taka greinina niður.einkasafnÞað er jafnvel verra en fyrir kaþólska að heyra talað illa um klerka kaþólsku kirkjunnar. Það að tala illa um rabbína fer afar illa í gyðinga, því þeir eru táknmynd gyðingdómsins.“ Gísli, sem er að verða áttræður, lætur sér hvergi bregða. Hann segir að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum gera lítið úr nútíma hebreskri guðfræði. Gísli heldur því auk þess fram að rabbínarnir hafi gjarnan viljað einangrað gyðingana frá öðrum. Meira að segja hafi þeir upphaflega tekið gettóunum vel sem þeir einangrunarsinnar sem þeir voru; töldu gott að óverðugir kæmust ekki of nærri hreintrúuðum. En, þeir féllu vitaskuld frá þeirri skoðun þegar þeir sáu í hvað stefndi.Aðeins innvígðir mega tala um sögu gyðinga „Gyðingar eru ákaflega viðkvæmir. Af eðlilegum ástæðum kannski. En, hin minnsta og meinlausasta vörn fyrir Palestínumenn er umsvifalaust túlkuð sem gyðingahatur,“ segir Gísli. Hann segir það sama gilda um allt óvirðulegt tal um rabbína. Og, að svo virðist sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema tilheyra sjálfur gyðingdómnum. Vera innvígður og innmúraður.Gísli segir að svo virðst sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema vera úr gyðingdómi sjálfur.gettySú sem krefst þess að greinin sé tekin niður heitir Merill Kaplan og er aðstoðarprófessor við deild Ohio Univeristy í germönskum og norrænun fræðum. Gísli segist hafa kynnt sér Kaplan lítilega, hann telji, þó hann vilji ekki fullyrða þar um að konan sé gyðingur. Nafnið bendi til þess. „En hún kann íslensku og vann á Árnastofnun í nokkur ár. Nær öll akademísk ritstörf hennar fjalla um fornan sið. En, ég furða mig á því að hún skuli halda, eftir kynni sín á Íslandi, að rökstuðningslaus beiðni hafi áhrif,“ segir Gísli. En, meðal vina Kaplan á Facebook eru meðal annarra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Örnólfur Thorsson forsetaritari.Ritstjóri segir þetta skrítna kröfu Vísir ræddi við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra Vísindavefsins, um þessa beiðni sem barst í vikunni. Hann segir að oft berist réttmætar ábendingar um staðreyndavillur á Vísindavefnum og þær séu þá lagfærðar eftir atvikum en ávallt að höfðu samráði við höfunda greinanna. En, ritstjórnin hlutist ekki til um atriði sem eru túlkun undirorpin. Því hafi þessi tilmæli verið send áfram á Gísla. Og þar stendur málið.Jón Gunnar, ritstjóri Vísindavefsins, telur um afar sérkennilega kröfu að ræða.fbl/brink„Gísli hefur ekki séð sérstaka ástæðu til að bregðast við, beiðnin var að fjarlæga svarið, það finnst mér skrítin beiðni verð ég að segja. Og slíkt myndi ég ekki samþykkja,“ segir Jón Gunnar. Hann segir þá stöðu hæglega geta komið upp að menn hafi ólíkar skoðanir á einhverju. En ef ekki er hægt með góðu móti að benda á að farið sé rangt með þá snúi það að ábyrgð höfunda greinanna. „Að taka niður efni finnst mér ritskoðun og harkalegt,“ segir Jón Gunnar.Gyðingar sætta sig ekki við hatursfullt rugl Gísli fitjaði uppá þessu máli á Facebook-síðu sinni í vikunni og þar hafa geisað heitar umræður. Meðal þeirra sem ræðir málið á Facebook-síðu Gísla er dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Danmörku. Hann segist telja að ástæða kvörtunar Kaplans hljóti að vera sú sama og hans, eftir að hann lauk lestri greinarinnar:Vilhjálmur Örn er líkt og Kaplan afar ósáttur við grein Gísla.„Gyðingar sætta sig ekki lengur við hatursfullt rugl um "útvalda þjóð". 6 milljónir gyðinga voru myrtar, hæddar fyrir að vera Guðs útvalda þjóð sem þó lét leiða sig til slátrunar.“Meintir gyðingahatarar á kreiki Vilhjálmur er harður í horn að taka: „Þvílíkir fordómar. Hugtakið Am haNivchar hafa kristnir antísemítar sem og nasistar og vinstri menn allir leikið sér að að misskilja, hver á sinn ógeðfellda hátt. Óþverrahættinum verður að ljúka, og þú Gísli ert enginn spámaður í gyðinglegum fræðum eða sögu. Sýndu að þú hafi þann mann til að bera að biðjast afsökunar á mistökum þínum,“ segir Vilhjálmur Örn og hvetur Gísla til að leita nánari skýringa hjá Kaplan og bæta þeim við greinina, svo hún teljist ekki lengur móðgandi. „Það væri besta lendingin. Skömm sé þeim sem hér hafa sungið í kór og sem eru gyðingahatarar. Það efast ég um að Gísli sé. Ég er nærri því viss um það. Ef þú trúir því ekki að Ashkenazim séu nógu góðir gyðingar, kynntu þér niðurstöður rannsókna á DNA þeirra eftir 2010. Þú verður að „up-data“ grein þína.“
Trúmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira