Valdís Þóra í ágætri stöðu í keppni um sæti á áströlsku mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:34 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari. Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína. Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana. Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari. Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið. „Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari. Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína. Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana. Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari. Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið. „Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína.
Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira