Mannkynið rassskellt í Starcraft II Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2019 08:00 Starcraft II þykir nokkuð flókinn. Mynd/Blizzard AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dótturfyrirtækis Google, atti kappi við atvinnumenn í herkænskuleiknum StarCraft II. Niðurstaðan var hörmungartap fyrir mannkynið. Sýnt var frá leikjunum á YouTube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu sigra gervigreindarinnar í röð náði mannkynið þó að snúa taflinu við í síðasta leiknum þegar Grzegorz „MaNa“ Komincz vann fyrsta og eina leik hinna holdlegu. Úrslitin því tíu sigrar gegn einum. Áður hafa gervigreindir DeepMind, skákvélin AlphaZero og AlphaGo sem leikur kínverska borðspilið Go, rótburstað bestu Go- og skákmenn heims. Og þótt StarCraft sé kannski ekki jafnrótgróinn leikur í samfélagi mannsins er áfanginn ekki síður merkilegur. Samkvæmt greiningu DeepMind er nefnilega mun erfiðara fyrir gervigreind að vinna þá bestu í rauntímatölvuleikjum, sérstaklega í jafnflóknum leik og StarCraft II er. Tölvan hefur aðgang að minni hluta upplýsinga um leikinn, þarf að leika miklum mun fleiri leiki og munurinn á fjölda mögulegra leikja er stjarnfræðilegur. Í þokkabót er leikurinn í rauntíma en leikmenn skiptast ekki á að gera, líkt og í skák. Lýsendur mega vart vatni halda yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta er stórkostleg spilamennska. Svona góða spilamennsku sjáum við ekki oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der Kooi. Að sögn Oriols Vinyals, eins stjórnenda AlphaStar-verkefnisins, er markmiðið með þessari vinnu ekki að rústa mannkyninu í tölvuleikjum heldur að þróa almenna gervigreind sem getur tekið ákvarðanir til jafns við eða betur en mannfólkið. „Til þess er mikilvægt að skoða frammistöðu gervigreindarinnar í mismunandi aðstæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dótturfyrirtækis Google, atti kappi við atvinnumenn í herkænskuleiknum StarCraft II. Niðurstaðan var hörmungartap fyrir mannkynið. Sýnt var frá leikjunum á YouTube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu sigra gervigreindarinnar í röð náði mannkynið þó að snúa taflinu við í síðasta leiknum þegar Grzegorz „MaNa“ Komincz vann fyrsta og eina leik hinna holdlegu. Úrslitin því tíu sigrar gegn einum. Áður hafa gervigreindir DeepMind, skákvélin AlphaZero og AlphaGo sem leikur kínverska borðspilið Go, rótburstað bestu Go- og skákmenn heims. Og þótt StarCraft sé kannski ekki jafnrótgróinn leikur í samfélagi mannsins er áfanginn ekki síður merkilegur. Samkvæmt greiningu DeepMind er nefnilega mun erfiðara fyrir gervigreind að vinna þá bestu í rauntímatölvuleikjum, sérstaklega í jafnflóknum leik og StarCraft II er. Tölvan hefur aðgang að minni hluta upplýsinga um leikinn, þarf að leika miklum mun fleiri leiki og munurinn á fjölda mögulegra leikja er stjarnfræðilegur. Í þokkabót er leikurinn í rauntíma en leikmenn skiptast ekki á að gera, líkt og í skák. Lýsendur mega vart vatni halda yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta er stórkostleg spilamennska. Svona góða spilamennsku sjáum við ekki oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der Kooi. Að sögn Oriols Vinyals, eins stjórnenda AlphaStar-verkefnisins, er markmiðið með þessari vinnu ekki að rústa mannkyninu í tölvuleikjum heldur að þróa almenna gervigreind sem getur tekið ákvarðanir til jafns við eða betur en mannfólkið. „Til þess er mikilvægt að skoða frammistöðu gervigreindarinnar í mismunandi aðstæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning