Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 12:30 Ebba Schram er borgarlögmaður. Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira. Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira.
Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18
Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15