Segir tryggingafélög áhugasöm um upplýsingar úr heilsuúrum viðskiptavina Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. janúar 2019 14:24 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar VÍSIR/VILHELM Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“ Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“
Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00
„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00