20 hugmyndir fyrir bóndann Björk Eiðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:30 Ýmislegt er hægt að gera sér til dundurs á Bóndadaginn. Getty/Peopleimages Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling. Tímamót Bóndadagur Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling.
Tímamót Bóndadagur Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið