Nota göturnar eins og „skíðasvigbraut í Bláfjöllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 10:56 Það kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Egill Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri. Samgöngur Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri.
Samgöngur Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira