Segir 16 prósent landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. janúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nauðsynlegt að taka lífeyriskerfið til endurskoðunar. vísir/vilhelm „Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum
Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira