Telja matskerfi Þjóðskrár of sjálfvirkt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Þjóðskrá var gerð afturreka í einu tilfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON brink „Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
„Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira