Erfitt reynist að byggja ódýrt húsnæði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 20:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann. Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00