Athugað í fyrramálið hvort hægt verði að opna vegi á Austurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 22:20 Skjáskoti af korti Vegagerðarinnar sem sýnir lokanir á Austurlandi. Fjöldi vega á Austurlandi er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu en á vef Vegagerðarinnar segir að athugað verði í fyrramálið hvort hægt verði að opna á ný. Þannig er vegurinn um Fagradal lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu, Fjarðarheið er lokuð vegna veðurs sem og Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Þá er vegurinn um Hvalnesskriður lokaður vegna snjóflóðs. Skafrenningur er svo mjög víða á Norðurlandi sem og á Vestfjörðum. Stíf norðanátt með ofankomu er á norðausturhluta landsins og segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, að á morgun dragi smátt og smátt úr veðrinu. Þannig verði stíf norðanátt verði lengst af enn á morgun og það sé í raun ekki fyrr en á sunnudag sem það verði komið fínasta veður á landinu öllu. Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.Færð á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en óveður er á Kjalarnesi.Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur. Þæfingur er á Vatnaleið, Fróðárheiði sem og milli Búða og Hellna. Skyggni er lítið við Hafursfell sem og á sunnanverðu Snæfellsnesi.Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum og éljagangur eða skafrenningur mjög víða. Þæfingsfærð er á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Kaldrananesi en þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi.Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli, í Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Árskógsstrandar sem og á Grenivíkurvegi. Ófært er um Víkurskarð og Almenninga, milli Siglufjarðar og Fljóta.Norðausturland: Snjóþekja víðast hvar og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Fljótsheiði sem og í Bakkafirði en þungfært er orðið á Tjörnesi, innansveitar í Vopnafirði sem og á Brekknaheiði. Ófært er um Hófaskarð og Hálsa en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og á Hólasandi.Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært er nokkuð víða. Ófært er í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra en lokað er á Fjarðarheiði, á Fagradal og í Hvalnesskriðum.Suðausturland: Hálkublettir eða hálka víðast hvar og sums staðar skafrenningur.Suðurland: Hringvegurinn er nánast auður en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum. Skafrenningur er Lyngdalsheiði. Samgöngur Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Fjöldi vega á Austurlandi er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu en á vef Vegagerðarinnar segir að athugað verði í fyrramálið hvort hægt verði að opna á ný. Þannig er vegurinn um Fagradal lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu, Fjarðarheið er lokuð vegna veðurs sem og Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Þá er vegurinn um Hvalnesskriður lokaður vegna snjóflóðs. Skafrenningur er svo mjög víða á Norðurlandi sem og á Vestfjörðum. Stíf norðanátt með ofankomu er á norðausturhluta landsins og segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, að á morgun dragi smátt og smátt úr veðrinu. Þannig verði stíf norðanátt verði lengst af enn á morgun og það sé í raun ekki fyrr en á sunnudag sem það verði komið fínasta veður á landinu öllu. Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.Færð á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en óveður er á Kjalarnesi.Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur. Þæfingur er á Vatnaleið, Fróðárheiði sem og milli Búða og Hellna. Skyggni er lítið við Hafursfell sem og á sunnanverðu Snæfellsnesi.Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum og éljagangur eða skafrenningur mjög víða. Þæfingsfærð er á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Kaldrananesi en þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi.Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli, í Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Árskógsstrandar sem og á Grenivíkurvegi. Ófært er um Víkurskarð og Almenninga, milli Siglufjarðar og Fljóta.Norðausturland: Snjóþekja víðast hvar og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Fljótsheiði sem og í Bakkafirði en þungfært er orðið á Tjörnesi, innansveitar í Vopnafirði sem og á Brekknaheiði. Ófært er um Hófaskarð og Hálsa en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og á Hólasandi.Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært er nokkuð víða. Ófært er í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra en lokað er á Fjarðarheiði, á Fagradal og í Hvalnesskriðum.Suðausturland: Hálkublettir eða hálka víðast hvar og sums staðar skafrenningur.Suðurland: Hringvegurinn er nánast auður en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum. Skafrenningur er Lyngdalsheiði.
Samgöngur Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira