Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:39 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í húsakynnum sáttasemjara að loknum einum samningafundi. vísir/vilhelm Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24