Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:01 Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvin. Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17