GM stærst í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2019 16:00 Framleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4%. General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. General Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri. Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4% í fyrra og við það fór GM upp fyrir Nissan sem stærsti bílaframleiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla Nissan minnkaði um 10% á sama tíma. Framleiðsla GM í heimalandinu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra um 5% og um heil 33% í Kanada þar sem GM lokaði verksmiðjum. Alls framleiddi GM 834.414 bíla í Mexíkó en Nissan framleiddi þar 763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru fluttir til sölu í Bandaríkjunum. Framleiðsla bíla í Mexíkó dróst saman um 1% í fyrra og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi bílaframleiðslu þar. Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í Kanada. Aðeins þrír bílaframleiðendur juku við framleiðslu sína í Bandaríkjunum, en það voru Tesla (+151%), Volkswagen Group (+22%) og Honda (+2,7%). Ford reyndist stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum í fyrra og framleiddi nærri 2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón. Alls voru framleiddir 11.074.160 bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó og Kanada er bætt við. Búast má við því að GM auki bílaframleiðslu sína í Mexíkó þetta árið þar sem fyrirtækið bætir þar við framleiðslu á Chevrolet Blazer jeppanum sem gengur með því í endurnýjun lífdaga. Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent
General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. General Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri. Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4% í fyrra og við það fór GM upp fyrir Nissan sem stærsti bílaframleiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla Nissan minnkaði um 10% á sama tíma. Framleiðsla GM í heimalandinu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra um 5% og um heil 33% í Kanada þar sem GM lokaði verksmiðjum. Alls framleiddi GM 834.414 bíla í Mexíkó en Nissan framleiddi þar 763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru fluttir til sölu í Bandaríkjunum. Framleiðsla bíla í Mexíkó dróst saman um 1% í fyrra og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi bílaframleiðslu þar. Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í Kanada. Aðeins þrír bílaframleiðendur juku við framleiðslu sína í Bandaríkjunum, en það voru Tesla (+151%), Volkswagen Group (+22%) og Honda (+2,7%). Ford reyndist stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum í fyrra og framleiddi nærri 2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón. Alls voru framleiddir 11.074.160 bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó og Kanada er bætt við. Búast má við því að GM auki bílaframleiðslu sína í Mexíkó þetta árið þar sem fyrirtækið bætir þar við framleiðslu á Chevrolet Blazer jeppanum sem gengur með því í endurnýjun lífdaga.
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent