Stýrishjól óhreinni en klósettsetur Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Innréttingar bíla eru með allra sóðalegustu stöðum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýrishjól bíla að jafnaði fjórum sinnum skítugri en klósettsetur. Í raun eru innréttingar bíla með allra sóðalegustu stöðum sem finna má. Í könnun CarRentals.com, þar sem spurðir voru 1.000 ökumenn, kom fram að 32% þeirra þrifu aldrei innréttingar bíla sinna, eða í mesta lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum annarrar bandarískrar stofnunar, National Center for Biotechnology Information, er niðurstaðan fremur sjokkerandi er kemur að innréttingum bíla, en þær eru svo óhreinar að klósettsetur eru í flestum tilvikum hreinni og stýrishjól bíla eru verst og á þeim eru að jafnaði fjórum sinnum meiri óhreinindi en á klósettsetum Þetta ættu bíleigendur að hafa í huga í umgengni við bíla sína og ef til vill þrífa þá örlítið oftar, ekki bara að utan. Í rannsókninni mældist bakteríufjöldi á hvern fersentimetra á stýrishjólum 629 CFU en til samanburðar mælist hann 100 CFU á símaskjáum, 313 CFU á lyftutökkum og 172 CFU á klósettsetum. Ein sláandi staðreyndin enn sem þessi rannsókn leiddi í ljós er að það finnast að jafnaði 700 mismunandi bakteríutegundir í innréttingum bíla og sumar þeirra valda matareitrun, húðsjúkdómum og ýmiss konar sýkingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent
Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýrishjól bíla að jafnaði fjórum sinnum skítugri en klósettsetur. Í raun eru innréttingar bíla með allra sóðalegustu stöðum sem finna má. Í könnun CarRentals.com, þar sem spurðir voru 1.000 ökumenn, kom fram að 32% þeirra þrifu aldrei innréttingar bíla sinna, eða í mesta lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum annarrar bandarískrar stofnunar, National Center for Biotechnology Information, er niðurstaðan fremur sjokkerandi er kemur að innréttingum bíla, en þær eru svo óhreinar að klósettsetur eru í flestum tilvikum hreinni og stýrishjól bíla eru verst og á þeim eru að jafnaði fjórum sinnum meiri óhreinindi en á klósettsetum Þetta ættu bíleigendur að hafa í huga í umgengni við bíla sína og ef til vill þrífa þá örlítið oftar, ekki bara að utan. Í rannsókninni mældist bakteríufjöldi á hvern fersentimetra á stýrishjólum 629 CFU en til samanburðar mælist hann 100 CFU á símaskjáum, 313 CFU á lyftutökkum og 172 CFU á klósettsetum. Ein sláandi staðreyndin enn sem þessi rannsókn leiddi í ljós er að það finnast að jafnaði 700 mismunandi bakteríutegundir í innréttingum bíla og sumar þeirra valda matareitrun, húðsjúkdómum og ýmiss konar sýkingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent