Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi.
Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport.
Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári.
