Nýr Volvo V40 verður háfættari Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Svona gæti nýi bíllinn litið út. Einn fárra bíla Volvo sem ekki hafa verið endurnýjaðir á allra síðustu árum er Volvo V40 bíllinn, en nú er komið að nýrri gerð hans og þar mun fara háfættari bíll en forverinn þar sem farþegar hans fá mun hærri sætisstöðu. Með uppfærslu V40 verða allar bílgerðir Volvo endurnýjaðar og það á ekki svo mörgum árum. Með því eru allar gerðir bíla Volvo sem bera tölustafina 40, 60 og 90 tiltölulega nýþróaðir. Volvo átti algjört metár í fyrra í sölu og náði fyrsta sinni næstum 650.000 bíla sölu og þar á bæ skal stefnt hærra. Volvo stefnir að 800.000 bíla sölu og telur að með núverandi gerðum og þessum nýja V40 gæti það náðst.Minni jepplingur ekki á leiðinni Við þróun nýs Volvo V40 bíls var vel íhugað hvort bíllinn ætti að verða í meira jepplingaformi eða nær því að vera hefðbundinn fólksbíll og á myndinni af bílnum má sjá að hvaða niðurstöðu Volvo menn komust, þ.e. hærri bíll sem seint mun teljast annað en jepplingur. Aðspurðir segja Volvo menn að ekki standi til að bæta enn minni jepplingi við bílaflóru Volvo til að reyna að auka söluna og fylla í öll hugsanleg göt hvað bílgerðir varðar. Að sjálfsögðu verður gert ráð fyrir því að nýr V40 verði að hluta til knúinn rafmagni og því hafi hærri bíll verið heppilegri en lengri eða stærri og með því komist rafhlöðurnar fyrir. Því er hér kominn enn einn valkosturinn í sístækkandi flóru jepplinga, en það er víst það sem markaðurinn virðist kalla eftir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent
Einn fárra bíla Volvo sem ekki hafa verið endurnýjaðir á allra síðustu árum er Volvo V40 bíllinn, en nú er komið að nýrri gerð hans og þar mun fara háfættari bíll en forverinn þar sem farþegar hans fá mun hærri sætisstöðu. Með uppfærslu V40 verða allar bílgerðir Volvo endurnýjaðar og það á ekki svo mörgum árum. Með því eru allar gerðir bíla Volvo sem bera tölustafina 40, 60 og 90 tiltölulega nýþróaðir. Volvo átti algjört metár í fyrra í sölu og náði fyrsta sinni næstum 650.000 bíla sölu og þar á bæ skal stefnt hærra. Volvo stefnir að 800.000 bíla sölu og telur að með núverandi gerðum og þessum nýja V40 gæti það náðst.Minni jepplingur ekki á leiðinni Við þróun nýs Volvo V40 bíls var vel íhugað hvort bíllinn ætti að verða í meira jepplingaformi eða nær því að vera hefðbundinn fólksbíll og á myndinni af bílnum má sjá að hvaða niðurstöðu Volvo menn komust, þ.e. hærri bíll sem seint mun teljast annað en jepplingur. Aðspurðir segja Volvo menn að ekki standi til að bæta enn minni jepplingi við bílaflóru Volvo til að reyna að auka söluna og fylla í öll hugsanleg göt hvað bílgerðir varðar. Að sjálfsögðu verður gert ráð fyrir því að nýr V40 verði að hluta til knúinn rafmagni og því hafi hærri bíll verið heppilegri en lengri eða stærri og með því komist rafhlöðurnar fyrir. Því er hér kominn enn einn valkosturinn í sístækkandi flóru jepplinga, en það er víst það sem markaðurinn virðist kalla eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent