Innlent

„Við höfum nú þegar tvær úr þessum hóp reynt að leggja fram kæru“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Það hefur borið lítinn árangur til þessa að leggja fram kæru á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni og þess vegna hafa konur brugðið á það ráð að lýsa reynslu sinni opinberlega. Þetta segir ein þeirra tuttugu og þriggja kvenna sem birtu sögur sínar af meintum kynferðisbrotum og áreiti af hálfu Jóns Baldvins á bloggsíðu í morgun.

Sögurnar ná allt aftur til ársins 1962  og eru af ýmsum toga. Guðrún Harðardóttir, frænka eiginkonu Jóns Baldvins, er ein þeirra kvenna sem safnaði sögunum saman en Jón Baldvin hefur gengist við því að hafa sent henni klúr bréf þegar hún var barnsaldri. „Bara þannig að það sé alveg á hreinu þá bárust okkur allar sögurnar sem fyrstu persónu frásagnir beint frá þolendum. Við fáum allar sögurnar til okkar undir nafni,“ segir Guðrún.

Sögurnar eru aftur á móti birtar nafnlausar á síðunni en það er að sögn Guðrúnar gert til þess að beina sjónum að meintum gerenda, fremur en að þolendunum. „Það að þetta séu gróusögur á sér engan stað í raunveruleikanum,“ segir Guðrún.

Jón Baldvin hefur vísað ásökunum á bug. Hann geti ekki svarað nafnlausum ásökunum og skorar á konurnar fara með mál sín fyrir réttarkerfið, telji þær að á sér hafi verið brotið.

„Við höfum nú þegar tvær úr þessum hóp reynt að leggja fram kæru. Í báðum tilvikum hafa kærurnar verið lagðar niður sem segir ekkert um sakleysi hann eða sekt þannig að við höfum reynt að fara þessa leið réttarkerfisins sem hann er alltaf að vitna í með litlum árangri þannig að núna leggjum við einfaldlega sannleikann fyrir alþjóð af því hvað annað eigum við að gera? Hvað annað stendur okkur til boða en að fara nákvæmlega þessa leið?“ segir Guðrún.


Tengdar fréttir

Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot.

Sakar Jón Baldvin um lygar

Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga.

Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett

Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið.

Bloggsíða með sögum um áreitni

Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn.

Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti

Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×