Neitað um laun nema framvísa vegabréfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að líkja megi ólaunuðum prufuvöktum við nútíma þrælahald. Vísir/Sigurjón Ólason Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”. Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”.
Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira