Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem saka hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. Jón Baldvin ræddi við fréttastofu fyrr í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Ég hef svarað öllum framkomnum ásökunum frá nafngreindum persónum,“ segir Jón Baldvin. „Ég get ekki, frekar en lögreglan, svarað ónafngreindum ásökunum. Það er ekki hægt. Hvernig á ég að gera það, gætir þú það?“ spyr Jón Baldvin. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Jón Baldvin segir það atvik hafa verið sviðsett. Sú skýring Jóns Baldvin er þó að mati Carmen Jóhannsdóttur, ein af þeim sem steig fram í frétt Stundarinnar, fráleit. Tengir ásakanirnar við væntanlega bók um störf hans Facebook-hópurinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson var stonfaður fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns og taka stjórnendur hans meðal annars við sögum frá þeim sem ekki treysta sér að koma fram undir nafni. Við þetta virðist Jón Baldvin ekki vera sáttur. Sjá einnig: Það er algjörlega fráleitt að þetta hafi verið sviðsett“ „Ef að einhver ber þig svívirðilegum sökum, nafnlaus á netinu eða á fjölmiðlum, hvernig ætlarðu að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta var kallað gróusögur í gamla daga. Þetta er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá frammi fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið.Vísir/Vilhelm Þá segist Jón Baldvin helst telja að rekja mætti það að konurnar fjórar stigu fram í Stundinni til þess að til hafi staðið að gefa út bók hinum til heiðurs. Halda átti málþing um störf hans auk þess sem að fólki stóð til boða að skrá sig fyrir heillaóskum í bókinni. „Þeir sem voru að leita eftir áskrift fyrirfram og heillaóskum urðu fljótlega varir við það að fólk var hrætt og sumir drógu nöfn sín til baka, aðspurðir hvers vegna. Vegna þess að þeim var hótað öllu illla. Þeir væri að bendla sig við nafn manns sem lægi undir ásökunum um að vera kynferðisbrotamaður. Þetta fólk dró sig til baka,“ segir Jón Baldvin. „Ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og ég pota ekki í brjóst“ Ítrekar hann að takast ætti á um ásakanir á hendur honum fyrir dómstólum. „Í réttarríki höfum við dómstóla til að útkljá svona mál. Það er ekki nógu gott að ásökunin ein sé sama og niðurstaða dóms. Ef að svona alvarlegar ásakanir koma fram þá á að rannsaka þær, það á afla gagna og það á bera þær undir óhlutdrægan dómara og fá niðurstöðu um hvað er satt og hvað er logið,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Margar af þeim sögum sem birtar hafa verið í Facebook-hópnum umrædda snúa að því að Jón Baldvin hafi snert konur á óviðurkvæmilegan hátt. Hann þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað. „Nú skal ég svara eins ærlega og ég get. Í fyrsta lagi, ég er ekki nauðgari. Í öðru lagi, ég hef aldrei beitt neina konu ofbeldi, hvorki heimilisofbeldi né neinu öðru ofbeldi,“ segir Jón Baldvin og bætir við. „Ég er ekki káfari, ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og pota ekki í brjóst á ókunnugum konum. Það er bara bull,“ segir Jón Baldvin Það eru margar sögur sem segja að þú hafir verið í glasi. Getur verið að þarna sé um atvik að ræða sem þú munir ekki eftir? „Nú segir þú „getur verið.“ Mitt svar við því, ég get ekki svarað nafnlausum ásökunum en ef þær koma fram undir nafni skulum við skoða það, „case by case“.““ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. 3. febrúar 2019 18:13 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem saka hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. Jón Baldvin ræddi við fréttastofu fyrr í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Ég hef svarað öllum framkomnum ásökunum frá nafngreindum persónum,“ segir Jón Baldvin. „Ég get ekki, frekar en lögreglan, svarað ónafngreindum ásökunum. Það er ekki hægt. Hvernig á ég að gera það, gætir þú það?“ spyr Jón Baldvin. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Jón Baldvin segir það atvik hafa verið sviðsett. Sú skýring Jóns Baldvin er þó að mati Carmen Jóhannsdóttur, ein af þeim sem steig fram í frétt Stundarinnar, fráleit. Tengir ásakanirnar við væntanlega bók um störf hans Facebook-hópurinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson var stonfaður fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns og taka stjórnendur hans meðal annars við sögum frá þeim sem ekki treysta sér að koma fram undir nafni. Við þetta virðist Jón Baldvin ekki vera sáttur. Sjá einnig: Það er algjörlega fráleitt að þetta hafi verið sviðsett“ „Ef að einhver ber þig svívirðilegum sökum, nafnlaus á netinu eða á fjölmiðlum, hvernig ætlarðu að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta var kallað gróusögur í gamla daga. Þetta er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá frammi fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið.Vísir/Vilhelm Þá segist Jón Baldvin helst telja að rekja mætti það að konurnar fjórar stigu fram í Stundinni til þess að til hafi staðið að gefa út bók hinum til heiðurs. Halda átti málþing um störf hans auk þess sem að fólki stóð til boða að skrá sig fyrir heillaóskum í bókinni. „Þeir sem voru að leita eftir áskrift fyrirfram og heillaóskum urðu fljótlega varir við það að fólk var hrætt og sumir drógu nöfn sín til baka, aðspurðir hvers vegna. Vegna þess að þeim var hótað öllu illla. Þeir væri að bendla sig við nafn manns sem lægi undir ásökunum um að vera kynferðisbrotamaður. Þetta fólk dró sig til baka,“ segir Jón Baldvin. „Ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og ég pota ekki í brjóst“ Ítrekar hann að takast ætti á um ásakanir á hendur honum fyrir dómstólum. „Í réttarríki höfum við dómstóla til að útkljá svona mál. Það er ekki nógu gott að ásökunin ein sé sama og niðurstaða dóms. Ef að svona alvarlegar ásakanir koma fram þá á að rannsaka þær, það á afla gagna og það á bera þær undir óhlutdrægan dómara og fá niðurstöðu um hvað er satt og hvað er logið,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Margar af þeim sögum sem birtar hafa verið í Facebook-hópnum umrædda snúa að því að Jón Baldvin hafi snert konur á óviðurkvæmilegan hátt. Hann þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað. „Nú skal ég svara eins ærlega og ég get. Í fyrsta lagi, ég er ekki nauðgari. Í öðru lagi, ég hef aldrei beitt neina konu ofbeldi, hvorki heimilisofbeldi né neinu öðru ofbeldi,“ segir Jón Baldvin og bætir við. „Ég er ekki káfari, ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og pota ekki í brjóst á ókunnugum konum. Það er bara bull,“ segir Jón Baldvin Það eru margar sögur sem segja að þú hafir verið í glasi. Getur verið að þarna sé um atvik að ræða sem þú munir ekki eftir? „Nú segir þú „getur verið.“ Mitt svar við því, ég get ekki svarað nafnlausum ásökunum en ef þær koma fram undir nafni skulum við skoða það, „case by case“.““
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. 3. febrúar 2019 18:13 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. 3. febrúar 2019 18:13
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02