Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór. Hveragerði Leikhús Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór.
Hveragerði Leikhús Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira