Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór. Hveragerði Leikhús Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór.
Hveragerði Leikhús Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira