Innlent

Ragnar Þór: „Fagna því ef við fáum líflegar kosningar“

Heimir Már Pétursson og Sighvatur Jónsson skrifa
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir gott að geta lagt störf sín í dóm félagsmanna en framundan er kjör til formanns og stjórnar í VR. Hann býst við mótframboði í formannskjöri en framboðsfrestur er til klukkan tólf á hádegi mánudaginn 11. febrúar næstkomandi.

„Það kemur þá bara í ljós hvort það sé eftirspurn eftir mínum starfskröftum eða ekki, ég fagna því ef við fáum líflegar og flottar kosningar,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í húsnæði ríkissáttasemjari þar sem kjaraviðræður standa yfir.

Aðspurður um hvort kosningarnar ýti á hann að þrýsta á niðurstöðu í kjaraviðræðum segir Ragnar Þór að hann velti því lítið fyrir sér.

„Ef það er eftirspurn eftir mínum starfskröftum áfram er það bara mjög jákvætt og ég er tilbúinn í það. Svo kemur bara í ljós hvað verður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×