Samtal verkalýðsfélaga við stjórnvöld komið í gang Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Fólk hefur fundað stíft hjá ríkissáttasemjara að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Það samtal sem við höfum verið að bíða eftir við stjórnvöld er komið í gang. Við höfum auðvitað verið að ræða þessa stóru þætti eins og launaliðinn en það klárast í rauninni ekki fyrr en við vitum hver aðkoma stjórnvalda verður,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þriðji sáttafundur vikunnar milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, VR og Verkalýðsfélags Grindavíkur fer fram í dag. Forsetateymi ASÍ ræddi skattatillögur sínar við stjórnvöldum í gær. Ragnar Þór segir jákvætt að aðkoma stjórnvalda sé að skýrast. „En ef hlutir fara ekki að skýrast innan tveggja vikna munum við íhuga næstu skref.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að eftir helgi sé von á skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors og Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, um skattamál. Sólveig segir skýrsluna gott fóður í viðræður við stjórnvöld. „Alexandria Ocasio-Cortez, félagi minn í Bandaríkjunum, hefur sagt að það sé alltaf verið að stilla hlutunum þannig upp að almenningur skilji ekki flókna hluti. Okkar afstaða er að það sé hluti af einhverju kúgunartæki. Við skiljum alveg flókna hluti ef þeir eru settir fram á mannamáli.“ Sólveig segir verkalýðsfélögin ekki hafa slegið neitt af kröfum sínum gagnvart SA. „Við erum bara enn þá í viðræðum við SA en við viljum líka að viðræður við stjórnvöld fari af stað á fullum krafti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Áríðandi að koma tillögunum sem fyrst í framkvæmd að mati formanns starfshópsins. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir þau fyrirtæki sem séu að svindla og svína á fólki fái ekkert annað tækifæri og verðikomið út af markað, 31. janúar 2019 19:00 Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. 30. janúar 2019 11:19 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
„Það samtal sem við höfum verið að bíða eftir við stjórnvöld er komið í gang. Við höfum auðvitað verið að ræða þessa stóru þætti eins og launaliðinn en það klárast í rauninni ekki fyrr en við vitum hver aðkoma stjórnvalda verður,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þriðji sáttafundur vikunnar milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, VR og Verkalýðsfélags Grindavíkur fer fram í dag. Forsetateymi ASÍ ræddi skattatillögur sínar við stjórnvöldum í gær. Ragnar Þór segir jákvætt að aðkoma stjórnvalda sé að skýrast. „En ef hlutir fara ekki að skýrast innan tveggja vikna munum við íhuga næstu skref.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að eftir helgi sé von á skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors og Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, um skattamál. Sólveig segir skýrsluna gott fóður í viðræður við stjórnvöld. „Alexandria Ocasio-Cortez, félagi minn í Bandaríkjunum, hefur sagt að það sé alltaf verið að stilla hlutunum þannig upp að almenningur skilji ekki flókna hluti. Okkar afstaða er að það sé hluti af einhverju kúgunartæki. Við skiljum alveg flókna hluti ef þeir eru settir fram á mannamáli.“ Sólveig segir verkalýðsfélögin ekki hafa slegið neitt af kröfum sínum gagnvart SA. „Við erum bara enn þá í viðræðum við SA en við viljum líka að viðræður við stjórnvöld fari af stað á fullum krafti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Áríðandi að koma tillögunum sem fyrst í framkvæmd að mati formanns starfshópsins. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir þau fyrirtæki sem séu að svindla og svína á fólki fái ekkert annað tækifæri og verðikomið út af markað, 31. janúar 2019 19:00 Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. 30. janúar 2019 11:19 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24
Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Áríðandi að koma tillögunum sem fyrst í framkvæmd að mati formanns starfshópsins. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir þau fyrirtæki sem séu að svindla og svína á fólki fái ekkert annað tækifæri og verðikomið út af markað, 31. janúar 2019 19:00
Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. 30. janúar 2019 11:19