Jonas Brothers snúa aftur eftir sex ára hlé: Tónleikaferðalag og plata á leiðinni Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2019 21:53 Jonas Brothers snúa aftur. Vísir/Getty Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira