Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. vísir/vilhelm Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00