Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða málin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21
Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15