Vilja auka þekkingu en ekki stöðva kynferðislega tjáningu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 14:18 Halla Gunnarsdóttir er formaður stýrihóps sem móta á stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31
Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52