Brestur í blokkinni? Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, Ragnar Þór Ingólfsson,formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira