Innlent

Formaður Flokks fólksins segir vinnubrögð borgarinnar með ólíkindum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Inga segir mistökin ekki réttlætanleg.
Inga segir mistökin ekki réttlætanleg. Vísir/Vilhelm
Formaður Flokks fólksins er undrandi á handvömm hjá Reykjavíkurborg sem leiddi til þess að hún fékk ekki boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa í gær. Inga fékk fundarboð en það var sent á vitlaust netfang.

Borgarstjóri bauð þingmönnum á samtalsfund í Höfða í gær en boðið barst ekki til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins. Hún gagnrýndi það á Facebook í gær.

„Það sem kom mér algjörlega á óvart er fulltrúi Reykvíkur suður á alþingi og það var verið að bjóða. Og það kom mér algjörlega á óvart að vera ekki boðin,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. 

Inga fékk skýringar frá borgarstjóra í gær um ástæðu þess að boðið barst ekki til hennar.

„Netfangið hafði ekki verið alveg rétt vantaði i í „althingi“. Það það hefði átt að koma strax fram hjá borginni því það kemur alltaf melding ef tölvupóstfang er ekki til.“

Hún segir að allir geti gert mistök en þessi séu ekki réttlætanleg. 

„Ég var steinhissa og í raun misboðið því ég veit hvernig þetta er. Þarna eiga að vera öflugir vefþjónar eins og á Alþingi.“

„Mér þykja þessi vinnubrögð alveg með ólíkindum ef ég á að segja alveg eins og er.“

Þá segir Inga afar mikilvægt að borgarfulltrúar og þingmenn ræði saman.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×