Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að gera megi ráð fyrir stuttum umferðartöfum á meðan ráðherrann fer leiðar sinnar, bæði í miðborginni sem og á stofnbrautum í austurborginni. Eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði meðan á þessu stendur.
Pompeo mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, um málefni Norður-Atlantshafs, aukin viðskiptatengsl Bandaríkjanna og Íslands og formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.
Heimsókn ráðherrans hingað til lands er hluti af stuttri ferð hans um Evrópu sem hófst fyrir fjórum dögum í Ungverjalandi þar sem hann fundaði meðal annars með Viktor Orban, forsætisráðherra landsins.