Stefnt að samþættingu allra almenningssamgangna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 11:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti tillögurnar á fundi í Perlunni í morgun. vísir/vilhelm Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Strætó Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Strætó Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira