Stefnt að samþættingu allra almenningssamgangna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 11:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti tillögurnar á fundi í Perlunni í morgun. vísir/vilhelm Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Strætó Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Strætó Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira