Ábyrgðin um að viðkvæmar upplýsingar birtust á hendi sveitarfélaganna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 20:30 Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ
Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17
Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44