Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 19:30 Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira