Fjörkippur kominn í íbúðamarkaðinn með auknu framboði Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 20:00 Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar. Húsnæðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar.
Húsnæðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira