Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina, sem nú er í skipulagsferli, þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Í Árneshreppi bjuggu yfir fimmhundruð manns fyrir miðja síðustu öld. Þar hafa heilu þorpin farið í eyði og nú standa íbúar frammi fyrir þeirri ógn að allur hreppurinn hljóti sömu örlög.Fossinn Drynjandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við fórum að Hvalá í haust með Pétri Guðmundssyni, bónda í Ófeigsfirði, og spurðum hvort virkjun gæti hjálpað samfélaginu. „Hún getur hjálpað því. Það hefði verið betra að fá hana fyrr. En hún er alveg lykilatriði fyrir Vestfirðinga,“ svarar Pétur. „Svo teljum við að þetta myndi kalla á betri samgöngur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég er alfarið á móti henni. Hún skapar ekki neina vinnu hérna og ekki neitt,“ segir Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bóndi í Árnesi 2. „Hvalárvirkjun gerir ekkert hér fyrir heilsárbúsetu,“ segir eiginmaðurinn Ingólfur Benediktsson. „Almennt séð er ég ekki hlynnt þessari virkjun af því að ég held að hún styðji ekki við byggðina,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri Árneshrepps.Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fossinn Drynjandi er af andstæðingum sagður sá tilkomumesti af þeim sem skerðist en bóndinn í Ófeigsfirði telur ávinninginn meiri. „Það má aldrei gera neitt fyrir Vestfirði. Það má ekki virkja, það má ekki leggja veg, það má ekki gera neitt sem skapar atvinnu. Þá verður þetta vitlausa lið fyrir sunnan snarruglað,“ segir Pétur.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum.„Þetta er aðalmálið fyrir mér; að það geti ekki einhver vitleysingur sunnan úr Garðabæ, með bláan plastpoka í hendinni, með fimm milljónir í poka, komið og sagt mér hvað ég megi gera við jörðina mína og hvað ekki. Þetta er bara rosastórt prinsippmál. Þessu rugli þarf að eyða,“ segir Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni. „Það er eins og það séu einhver öfl í samfélaginu sem vilja bara ekkert með þetta hafa hérna. Þetta eigi bara að fara í eyði,“ segir Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík. „Við erum bara að framfylgja því sem rammaáætlun taldi upp og þingheimur samþykkti,“ segir Júlía Fossdal, bóndi á Melum.Ásbjörn Þorgilsson í viðtali framan við Hótel Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Pétur í Ófeigsfirði rifjar upp að þegar framkvæmdir voru á Austurlandi hafi Fjórðungssambandið lýst Vestfirði stóriðjulausa að áeggjan náttúruverndarfólks. „Það taldi ekkert mál að koma með 750 störf. Þeir ætluðu að gera það fyrir austan, koma með 750 störf, ef það yrði hætt við Kárahnjúka. Það hefur ekki komið eitt einasta starf á vegum þessara manna. Þetta er tómt helvítis blaður. Ekkert einasta starf. Þeir koma ekki með neitt,“ segir Pétur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri. 28. nóvember 2018 21:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina, sem nú er í skipulagsferli, þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Í Árneshreppi bjuggu yfir fimmhundruð manns fyrir miðja síðustu öld. Þar hafa heilu þorpin farið í eyði og nú standa íbúar frammi fyrir þeirri ógn að allur hreppurinn hljóti sömu örlög.Fossinn Drynjandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við fórum að Hvalá í haust með Pétri Guðmundssyni, bónda í Ófeigsfirði, og spurðum hvort virkjun gæti hjálpað samfélaginu. „Hún getur hjálpað því. Það hefði verið betra að fá hana fyrr. En hún er alveg lykilatriði fyrir Vestfirðinga,“ svarar Pétur. „Svo teljum við að þetta myndi kalla á betri samgöngur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég er alfarið á móti henni. Hún skapar ekki neina vinnu hérna og ekki neitt,“ segir Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bóndi í Árnesi 2. „Hvalárvirkjun gerir ekkert hér fyrir heilsárbúsetu,“ segir eiginmaðurinn Ingólfur Benediktsson. „Almennt séð er ég ekki hlynnt þessari virkjun af því að ég held að hún styðji ekki við byggðina,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri Árneshrepps.Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fossinn Drynjandi er af andstæðingum sagður sá tilkomumesti af þeim sem skerðist en bóndinn í Ófeigsfirði telur ávinninginn meiri. „Það má aldrei gera neitt fyrir Vestfirði. Það má ekki virkja, það má ekki leggja veg, það má ekki gera neitt sem skapar atvinnu. Þá verður þetta vitlausa lið fyrir sunnan snarruglað,“ segir Pétur.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum.„Þetta er aðalmálið fyrir mér; að það geti ekki einhver vitleysingur sunnan úr Garðabæ, með bláan plastpoka í hendinni, með fimm milljónir í poka, komið og sagt mér hvað ég megi gera við jörðina mína og hvað ekki. Þetta er bara rosastórt prinsippmál. Þessu rugli þarf að eyða,“ segir Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni. „Það er eins og það séu einhver öfl í samfélaginu sem vilja bara ekkert með þetta hafa hérna. Þetta eigi bara að fara í eyði,“ segir Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík. „Við erum bara að framfylgja því sem rammaáætlun taldi upp og þingheimur samþykkti,“ segir Júlía Fossdal, bóndi á Melum.Ásbjörn Þorgilsson í viðtali framan við Hótel Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Pétur í Ófeigsfirði rifjar upp að þegar framkvæmdir voru á Austurlandi hafi Fjórðungssambandið lýst Vestfirði stóriðjulausa að áeggjan náttúruverndarfólks. „Það taldi ekkert mál að koma með 750 störf. Þeir ætluðu að gera það fyrir austan, koma með 750 störf, ef það yrði hætt við Kárahnjúka. Það hefur ekki komið eitt einasta starf á vegum þessara manna. Þetta er tómt helvítis blaður. Ekkert einasta starf. Þeir koma ekki með neitt,“ segir Pétur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri. 28. nóvember 2018 21:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00
Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri. 28. nóvember 2018 21:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00