Vikan einkennist af tíðum lægðagangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:19 Það mun blása og rigna næstu daga. vísir/vilhelm Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark. Samgöngur Veður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark.
Samgöngur Veður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira