Yrðu bestu lög í heimi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur og baráttujaxl í mannréttindabaráttu trans- og intersexfólks á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán „Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira