Töfrandi og sætar tásur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2019 14:00 Vel naglalakkaðar tásur eru skvísulegar og kvenlegt að sjá glitrandi neglur gægjast fram á fallegum fæti. Það er ágætt að koma sér upp skemmtilegri dekurrútínu til að gera tásurnar ómótstæðilegar. Leyfa uppáhaldstónlistinni að líða um hlustirnar og skapa aðstæður sem valda vellíðan og gleði. Til að halda tánöglunum fallegum og heilbrigðum er gott að bera á þær vaselín, möndluolíu eða shea butter. Það mýkir þær og heldur naglaböndunum fínum. Til að fjarlægja gamalt naglalakk er ráðlegt að nota naglalakkseyði án asetons þar sem aseton þurrkar neglurnar og getur gert þær hrjúfari. Þá er bíótín gott B-vítamín fyrir neglur og táneglur. Gott er að klippa táneglurnar vikulega. Langar táneglur eru óþægilegar í skóm og auka líkur á að neglurnar klofni, og of stuttar neglur auka hættu á inngrónum tánöglum. Klipptu þær líka beint í stað þess að hafa þær bogadregnar til að varna inngróningi. Þegar notuð er naglaþjöl á táneglurnar skal ávallt strjúka í eina átt til að varna sprungum og því að þær verði skörðóttar. Aldrei skal klippa naglaböndin því hlutverk þeirra er að varna húðsýkingum. Þá er sniðugt að nota tannbursta til að hreinsa undir tánöglum. Setja svolitla sápu í tannburstann í sturtunni og skrúbba neglurnar varlega. Til að lýsa þær aðeins er ráð að nota á þær tannkrem.Lakkað af list Þegar kemur að því að naglalakka tásurnar er fyrsta vers að ýta naglaböndunum varlega niður og bera svo grunnlakk á táneglurnar. Það skapar sterkara undirlag á milli naglar og naglalakks og eykur endingu verksins. Grunnlakk ver neglurnar líka fyrir blettum þegar naglalakkið er fjarlægt. Berið á naglalakk að eigin vali í þremur strokum og byrjið í miðjunni en síðan út til hliðanna. Setjið vel í pensilinn og dreifið naglalakkinu yfir neglurnar af natni. Að síðustu er borið á yfirlakk til að auka gljáa og endingu. Fjarlægið mistök með bréfþurrku eða litlum bursta og notið naglalakkseyði til að hreinsa burt naglalakk sem smitaðist út fyrir. Varist að fara með tærnar í heitt vatn eftir að hafa lakkað táneglurnar. Það getur valdið því að neglurnar þenjist út og sprungur komi í lakkið.dÞað er gaman að geta valið úr litadýrð naglalakka og lakka tærnar í stíl við fatnað eða tilefni hverju sinni. Mundu að glitrandi naglalakk endist lengur á tánöglunum en annað. Notið naglalakk sem er „three-free“. Það þýðir að naglalakkið inniheldur ekki formaldehýð, tólúen eða þalöt, sem allt eru skaðleg efni. Málið táneglurnar í stíl við persónuleikann. Ef feimin, er kannski ekki málið að vera með neon appelsínugult naglalakk, en allir geta fundið sinn stíl fyrir töfrandi táneglur. Það er gaman að vera skapandi og hanna eigin munstur á táneglurnar. Límmiðar og límbönd eru tilvalin til þess. Setjið þá grunnlakk á neglurnar og látið þorna vel. Notið límmiða eða límband til skapa munstur í öðrum lit, til dæmis línur, stjörnur eða að skipta nöglinni með sitt hvorum litnum frá miðju. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Það er ágætt að koma sér upp skemmtilegri dekurrútínu til að gera tásurnar ómótstæðilegar. Leyfa uppáhaldstónlistinni að líða um hlustirnar og skapa aðstæður sem valda vellíðan og gleði. Til að halda tánöglunum fallegum og heilbrigðum er gott að bera á þær vaselín, möndluolíu eða shea butter. Það mýkir þær og heldur naglaböndunum fínum. Til að fjarlægja gamalt naglalakk er ráðlegt að nota naglalakkseyði án asetons þar sem aseton þurrkar neglurnar og getur gert þær hrjúfari. Þá er bíótín gott B-vítamín fyrir neglur og táneglur. Gott er að klippa táneglurnar vikulega. Langar táneglur eru óþægilegar í skóm og auka líkur á að neglurnar klofni, og of stuttar neglur auka hættu á inngrónum tánöglum. Klipptu þær líka beint í stað þess að hafa þær bogadregnar til að varna inngróningi. Þegar notuð er naglaþjöl á táneglurnar skal ávallt strjúka í eina átt til að varna sprungum og því að þær verði skörðóttar. Aldrei skal klippa naglaböndin því hlutverk þeirra er að varna húðsýkingum. Þá er sniðugt að nota tannbursta til að hreinsa undir tánöglum. Setja svolitla sápu í tannburstann í sturtunni og skrúbba neglurnar varlega. Til að lýsa þær aðeins er ráð að nota á þær tannkrem.Lakkað af list Þegar kemur að því að naglalakka tásurnar er fyrsta vers að ýta naglaböndunum varlega niður og bera svo grunnlakk á táneglurnar. Það skapar sterkara undirlag á milli naglar og naglalakks og eykur endingu verksins. Grunnlakk ver neglurnar líka fyrir blettum þegar naglalakkið er fjarlægt. Berið á naglalakk að eigin vali í þremur strokum og byrjið í miðjunni en síðan út til hliðanna. Setjið vel í pensilinn og dreifið naglalakkinu yfir neglurnar af natni. Að síðustu er borið á yfirlakk til að auka gljáa og endingu. Fjarlægið mistök með bréfþurrku eða litlum bursta og notið naglalakkseyði til að hreinsa burt naglalakk sem smitaðist út fyrir. Varist að fara með tærnar í heitt vatn eftir að hafa lakkað táneglurnar. Það getur valdið því að neglurnar þenjist út og sprungur komi í lakkið.dÞað er gaman að geta valið úr litadýrð naglalakka og lakka tærnar í stíl við fatnað eða tilefni hverju sinni. Mundu að glitrandi naglalakk endist lengur á tánöglunum en annað. Notið naglalakk sem er „three-free“. Það þýðir að naglalakkið inniheldur ekki formaldehýð, tólúen eða þalöt, sem allt eru skaðleg efni. Málið táneglurnar í stíl við persónuleikann. Ef feimin, er kannski ekki málið að vera með neon appelsínugult naglalakk, en allir geta fundið sinn stíl fyrir töfrandi táneglur. Það er gaman að vera skapandi og hanna eigin munstur á táneglurnar. Límmiðar og límbönd eru tilvalin til þess. Setjið þá grunnlakk á neglurnar og látið þorna vel. Notið límmiða eða límband til skapa munstur í öðrum lit, til dæmis línur, stjörnur eða að skipta nöglinni með sitt hvorum litnum frá miðju.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira