Akurnesingar vilja hýsa fyrirhugaða stofnun um þjóðgarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 20:59 Akranes. Vísir/Egill Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á umhverfisráðherra að höfuðstöðvar fyrirhugaðar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði verði staðsettar á Akranesi. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Þar er lagt til að höfuðstöðvarnar verði starfræktar með samlegt við Landmælingar Íslands sem staðsett er á Akranesi. „Bæjarstjórn telur að með þessu megi stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri, húsrými er nægt fyrir báðar stofnanir í húsnæði Landmælinga á Akranesi og að áliti bæjarstjórnar mun starfsemi beggja stofnana styrkjast með slíkri samvinnu s.s. með því að nýta sameiginlega innviði á sviði upplýsingatækni, mannauðsmála, fjármálastjórnunar og gæðamála,“ segir í bókuninni. Þar segir einnig að Akranes sé á hlutlausu svæði og ekki ekki bundið af hagsmunum þeirra landsvæða þar sem þjóðgarðar eða friðlýst svæði eru rekin. Þá sé Akranes nálægt höfuðborgarsvæðinu sem bjóði upp á nálægð við stjórnsýslu og helstu ferðamannasvæði. „Þetta er að dómi bæjarstjórnar, frábært tækifæri til að skapa þessum tveimur stofnunum aðstæður þar sem einn plús einn gæti orðið miklu meira en bara tveir,“ segir í bókuninni. Þá er bent á að nýlega hafi bærinn misst sýslumanns- og lögreglustjóraembæti úr bænum og að bæjarstjórn standi í mikilli baráttu við að verja þau störf sem eftir eru hér á vegum þessara embætta.Lesa má bókunina í heild sinni hér. Akranes Stjórnsýsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á umhverfisráðherra að höfuðstöðvar fyrirhugaðar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði verði staðsettar á Akranesi. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Þar er lagt til að höfuðstöðvarnar verði starfræktar með samlegt við Landmælingar Íslands sem staðsett er á Akranesi. „Bæjarstjórn telur að með þessu megi stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri, húsrými er nægt fyrir báðar stofnanir í húsnæði Landmælinga á Akranesi og að áliti bæjarstjórnar mun starfsemi beggja stofnana styrkjast með slíkri samvinnu s.s. með því að nýta sameiginlega innviði á sviði upplýsingatækni, mannauðsmála, fjármálastjórnunar og gæðamála,“ segir í bókuninni. Þar segir einnig að Akranes sé á hlutlausu svæði og ekki ekki bundið af hagsmunum þeirra landsvæða þar sem þjóðgarðar eða friðlýst svæði eru rekin. Þá sé Akranes nálægt höfuðborgarsvæðinu sem bjóði upp á nálægð við stjórnsýslu og helstu ferðamannasvæði. „Þetta er að dómi bæjarstjórnar, frábært tækifæri til að skapa þessum tveimur stofnunum aðstæður þar sem einn plús einn gæti orðið miklu meira en bara tveir,“ segir í bókuninni. Þá er bent á að nýlega hafi bærinn misst sýslumanns- og lögreglustjóraembæti úr bænum og að bæjarstjórn standi í mikilli baráttu við að verja þau störf sem eftir eru hér á vegum þessara embætta.Lesa má bókunina í heild sinni hér.
Akranes Stjórnsýsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira