Akurnesingar vilja hýsa fyrirhugaða stofnun um þjóðgarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 20:59 Akranes. Vísir/Egill Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á umhverfisráðherra að höfuðstöðvar fyrirhugaðar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði verði staðsettar á Akranesi. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Þar er lagt til að höfuðstöðvarnar verði starfræktar með samlegt við Landmælingar Íslands sem staðsett er á Akranesi. „Bæjarstjórn telur að með þessu megi stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri, húsrými er nægt fyrir báðar stofnanir í húsnæði Landmælinga á Akranesi og að áliti bæjarstjórnar mun starfsemi beggja stofnana styrkjast með slíkri samvinnu s.s. með því að nýta sameiginlega innviði á sviði upplýsingatækni, mannauðsmála, fjármálastjórnunar og gæðamála,“ segir í bókuninni. Þar segir einnig að Akranes sé á hlutlausu svæði og ekki ekki bundið af hagsmunum þeirra landsvæða þar sem þjóðgarðar eða friðlýst svæði eru rekin. Þá sé Akranes nálægt höfuðborgarsvæðinu sem bjóði upp á nálægð við stjórnsýslu og helstu ferðamannasvæði. „Þetta er að dómi bæjarstjórnar, frábært tækifæri til að skapa þessum tveimur stofnunum aðstæður þar sem einn plús einn gæti orðið miklu meira en bara tveir,“ segir í bókuninni. Þá er bent á að nýlega hafi bærinn misst sýslumanns- og lögreglustjóraembæti úr bænum og að bæjarstjórn standi í mikilli baráttu við að verja þau störf sem eftir eru hér á vegum þessara embætta.Lesa má bókunina í heild sinni hér. Akranes Stjórnsýsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á umhverfisráðherra að höfuðstöðvar fyrirhugaðar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði verði staðsettar á Akranesi. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Þar er lagt til að höfuðstöðvarnar verði starfræktar með samlegt við Landmælingar Íslands sem staðsett er á Akranesi. „Bæjarstjórn telur að með þessu megi stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri, húsrými er nægt fyrir báðar stofnanir í húsnæði Landmælinga á Akranesi og að áliti bæjarstjórnar mun starfsemi beggja stofnana styrkjast með slíkri samvinnu s.s. með því að nýta sameiginlega innviði á sviði upplýsingatækni, mannauðsmála, fjármálastjórnunar og gæðamála,“ segir í bókuninni. Þar segir einnig að Akranes sé á hlutlausu svæði og ekki ekki bundið af hagsmunum þeirra landsvæða þar sem þjóðgarðar eða friðlýst svæði eru rekin. Þá sé Akranes nálægt höfuðborgarsvæðinu sem bjóði upp á nálægð við stjórnsýslu og helstu ferðamannasvæði. „Þetta er að dómi bæjarstjórnar, frábært tækifæri til að skapa þessum tveimur stofnunum aðstæður þar sem einn plús einn gæti orðið miklu meira en bara tveir,“ segir í bókuninni. Þá er bent á að nýlega hafi bærinn misst sýslumanns- og lögreglustjóraembæti úr bænum og að bæjarstjórn standi í mikilli baráttu við að verja þau störf sem eftir eru hér á vegum þessara embætta.Lesa má bókunina í heild sinni hér.
Akranes Stjórnsýsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira