Áslaug vill að sveitarfélögin hugi líka að skattalækkunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Í Kópavogi er útsvarið ekki í botni. Það er hins vegar staðan í 55 sveitarfélögum af 72. FRÉTTABLAÐIÐ/antonbrink „Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira