Viðkvæmt ástand hjá SOS í Venesúela en allir heilir Heimsljós kynnir 27. febrúar 2019 14:15 Ljósmynd frá Venesúela SOS Barnaþorpin Staðfesting hefur borist á því að öll börn og starfsfólk í SOS barnaþorpunum í Venesúela og handan landamæranna eru heil á húfi. Öryggið er þó ekki tryggt og starfsfólk er í viðbragðsstöðu ef bregðast þarf við hættuástandi. Mikil ólga ríkir í landinu og átök eiga sér stað sem hafa kostað mannslíf vegna hins pólitíska óstöðugleika sem skekur þjóðina. Í frétt á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi kemur fram að 58 Íslendingar eru ýmist styrktarforeldrar eða barnaþorpsvinir barna og barnaþorpa í Venesúela en þar eru þrjú SOS barnaþorp. Þar að auki eru SOS á Íslandi og Utanríkisráðuneytið að styrkja mannúðarverkefni SOS í Kólumbíu við landamæri Venesúela um rúmar 20 milljónir króna. Ein milljón af þremur milljónum flóttamanna frá Venesúela hafa flúið yfir landamærin til Kólumbíu frá árinu 2015. SOS í Kólumbíu útvegar flóttafólki vatn, matvæli og pakka með öllum nauðsynlegustu hreinlætisvörum. Annar mikilvægur þáttur í vinnu SOS Barnaþorpanna er að verja börn á svæðinu fyrir ýmsum hættum eins og ofbeldi, kynjamisrétti og kynferðislegri misnotkun. SOS rekur sérstök barnvæn svæði þar sem börn geta stunduð nám og leik. Engin truflun hefur orðið á því starfi enn sem komið er. „Það eru allir óhultir en það þýðir samt ekki að hversdagslegar áskoranir séu leystar. Við erum á hæsta viðbúnaðarstigi og erum með aðgerðaáætlun tilbúna til að tryggja öryggi barnanna ef ástandið breytist. SOS Barnaþorpin eru viðurkennd um heim allan sem öruggt skjól fyrir börn og að sjá þeim fyrir öllum grunnþörfum. Það er engin breyting að verða á því,“ segir Ilvania Martins framkvæmdastjóri SOS í Venesúela. Utanríkisráðuneytið styrkti neyðarverkefni SOS í Kólumbíu um um tæpa 19 og hálfa milljón króna fyrr á árinu og mótframlag SOS á Íslandi er rúm ein milljón króna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Staðfesting hefur borist á því að öll börn og starfsfólk í SOS barnaþorpunum í Venesúela og handan landamæranna eru heil á húfi. Öryggið er þó ekki tryggt og starfsfólk er í viðbragðsstöðu ef bregðast þarf við hættuástandi. Mikil ólga ríkir í landinu og átök eiga sér stað sem hafa kostað mannslíf vegna hins pólitíska óstöðugleika sem skekur þjóðina. Í frétt á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi kemur fram að 58 Íslendingar eru ýmist styrktarforeldrar eða barnaþorpsvinir barna og barnaþorpa í Venesúela en þar eru þrjú SOS barnaþorp. Þar að auki eru SOS á Íslandi og Utanríkisráðuneytið að styrkja mannúðarverkefni SOS í Kólumbíu við landamæri Venesúela um rúmar 20 milljónir króna. Ein milljón af þremur milljónum flóttamanna frá Venesúela hafa flúið yfir landamærin til Kólumbíu frá árinu 2015. SOS í Kólumbíu útvegar flóttafólki vatn, matvæli og pakka með öllum nauðsynlegustu hreinlætisvörum. Annar mikilvægur þáttur í vinnu SOS Barnaþorpanna er að verja börn á svæðinu fyrir ýmsum hættum eins og ofbeldi, kynjamisrétti og kynferðislegri misnotkun. SOS rekur sérstök barnvæn svæði þar sem börn geta stunduð nám og leik. Engin truflun hefur orðið á því starfi enn sem komið er. „Það eru allir óhultir en það þýðir samt ekki að hversdagslegar áskoranir séu leystar. Við erum á hæsta viðbúnaðarstigi og erum með aðgerðaáætlun tilbúna til að tryggja öryggi barnanna ef ástandið breytist. SOS Barnaþorpin eru viðurkennd um heim allan sem öruggt skjól fyrir börn og að sjá þeim fyrir öllum grunnþörfum. Það er engin breyting að verða á því,“ segir Ilvania Martins framkvæmdastjóri SOS í Venesúela. Utanríkisráðuneytið styrkti neyðarverkefni SOS í Kólumbíu um um tæpa 19 og hálfa milljón króna fyrr á árinu og mótframlag SOS á Íslandi er rúm ein milljón króna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent