Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:41 Ekki var talin þörf á unhverfismati fyrir 1.700 tonna seiðaeldi á landi á Árskógssandi. FBL/AUÐUNN Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira